Fótbolti

Húfur og vettlingar á æfingu íslenska liðsins

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Ragnar Sigurðsson og Hannes Þór Halldórsson voru einbeittir þegar þeir stigu út úr rútunni við Ullevaal í morgun.
Ragnar Sigurðsson og Hannes Þór Halldórsson voru einbeittir þegar þeir stigu út úr rútunni við Ullevaal í morgun. Mynd/Vilhelm
Æfing íslenska karlalandsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í Ósló stendur nú yfir. Leikmenn mættu vel búnir á æfinguna.

Um fimm stiga hiti var í höfuðborginni í morgun og sólin sem skein svo skært í gær er enn í felum bak við skýin. Fyrir vikið voru leikmenn íslenska landsliðsins margir hverjir búnir vettlingum og húfum.

Það var létt hljóðið í strákunum á blaðamannafundinum sem var virkilega fjölmennur. Fjölmiðlamenn frá Englandi og Svíþjóð voru meðal þeirra sem börðust um athygli íslensku leikmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×