Fótbolti

Barist um athygli Eiðs Smára

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Eiður Smári er langþekktasta nafnið í íslenska liðinu.
Eiður Smári er langþekktasta nafnið í íslenska liðinu. Mynd/Vilhelm
Enginn af fulltrúum íslensku fjölmiðlanna fimm sem mættir eru til Noregs fengu tíma með Eiði Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun.

Fjölmargir fulltrúar norsku, sænsku og meira að segja bresku pressunnar eru mættir til Noregs og þeir sátu um markahæsta mann íslenska landsliðsins. Enginn fékk tíma einn á einn með Eiði heldur voru um tíu blaðamenn sem ræddu við Eið Smára í fimmtán til tuttugu mínútur og spurðu hann spjörunum úr.

Á sama tíma nýttu íslensku blaðamennirnir tímann og tóku viðtöl við aðra leikmenn íslenska liðsins sem voru sprækir, höfðu þó sofið misvel en allir afar einbeittir fyrir leikinn annað kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var einnig afar eftirsóttur af erlendum miðlum. Reiknað er með því að íslenskir fjölmiðlar fái aðgang að Eiði Smára og Gylfa að lokinni æfingu liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×