Innlent

Jafnréttisáætlun lögreglunnar endurskoðuð

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir könnun á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna síðast liðið vor.

Könnunin beindist að líðan og samskiptum í starfi, samspili vinnu og einkalífs og viðhorfi til stöðu karla og kvenna innan lögreglunnar.

Tilgangur hennar var meðal annars að skoða af hverju lögreglukonur eru svo fámennar meðal starfandi lögreglumanna þrátt fyrir að hlutfall þeirra af brautskráðum nemendum Lögregluskóla ríkisins hafi verið um 17-33% síðan 1999.

Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar mun embætti ríkislögreglustjóra skipa starfshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að vinna enn frekar að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum lögreglunnar.

Jafnréttisnefnd lögreglunnar mun í framhaldinu endurskoða jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar og skila tillögum að aðgerðum til ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Einelti innan lögreglunnar

Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns

Konum vantreyst innan lögreglunnar

Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla.

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar útbreytt vandamál

Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×