Innlent

Einelti innan lögreglunnar

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns. Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa í könnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna.

Í könnuninni kemur fram að sex prósent lögreglumanna telja sig hafa upplifað endurtekið einelti þar kemur fram að  gerendur eru oftast karlkyns yfirmenn og samstarfsmenn.  Þá segir að lögreglan virðist glíma við stjórnunarvanda sem birtist í því að yfirmenn láti einelti viðgangast á vinnustaðnum með því að bregðast ekki við, og séu jafnvel þátttakendur í því.

Þá kemur fram að skoða verði betur framkomu yfirmanna í garð undirmanna sinna og bregðast af festu við þeim vanda sem við blasir.

Fjöldi kvenna og karla hafa upplifað einelti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, sem veldur þeim vanlíðan. Slík vanlíðan getur útskýrt brotthvarf kvenna frá lögreglunni að  einhverju leyti, segir ennfremur í könnun á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna. 


Tengdar fréttir

Konum vantreyst innan lögreglunnar

Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla.

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar útbreytt vandamál

Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×