Íslenski boltinn

Ómar framlengdi við Keflvíkinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Markvörðurinn Ómar Jóhannsson verður með Keflvíkingum á næsta tímabili en hann hefur endursamið við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins í dag.

Þessi 32 ára markvörður hefur leikið 157 leiki með knattspyrnulið Keflavíkur í úrvalsdeildinni og er einn reynslumesti leikmaður liðsins. Hann missti af fyrri hluta Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili vegna meiðsla en kom síðan sterkur inn undir lokin.

Keflavík lék einmitt frábærlega síðari hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir heldur dapra byrjun á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×