Íslendingar sagðir stela mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 09:14 "Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ mynd/Stefán Karlsson „Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ Svona byrjar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, grein sem birtist eftir hann í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það sé verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist en í kjölfarið komu auðvitað kvikmyndir, tónlist og líklega verði bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Hann segir í greininni að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. „Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna,“ segir Bubbi. Hann segir að hér á landi sé komin kynslóð sem sé alin upp við að þetta sé í lagi. „Foreldrar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. „Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi,“ segir hann. Hann segir að nú sé komið á þing, fólk sem telji þetta eðlilegt og vilji að hann einfaldlega aðlagi sig og komi til móts við þjófana. Á DV sé meira að segja farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Bubbi nefnir grein sem tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar, þar sem hann varar við niðurhali tónlistar af internetinu og nefnir Spotify sem dæmi. Niðurhal geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Lagið var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. „Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar,“ segir Bubbi. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
„Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ Svona byrjar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, grein sem birtist eftir hann í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það sé verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist en í kjölfarið komu auðvitað kvikmyndir, tónlist og líklega verði bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Hann segir í greininni að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. „Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna,“ segir Bubbi. Hann segir að hér á landi sé komin kynslóð sem sé alin upp við að þetta sé í lagi. „Foreldrar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. „Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi,“ segir hann. Hann segir að nú sé komið á þing, fólk sem telji þetta eðlilegt og vilji að hann einfaldlega aðlagi sig og komi til móts við þjófana. Á DV sé meira að segja farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Bubbi nefnir grein sem tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar, þar sem hann varar við niðurhali tónlistar af internetinu og nefnir Spotify sem dæmi. Niðurhal geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Lagið var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. „Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar,“ segir Bubbi.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“