Innlent

Íslendingar sagðir stela mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“
"Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ mynd/Stefán Karlsson
„Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ Svona byrjar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, grein sem birtist eftir hann í Fréttablaðinu og á Vísi í dag.

Það sé verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist en í kjölfarið komu auðvitað kvikmyndir, tónlist og líklega verði bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela.

Hann segir í greininni að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. „Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna,“ segir Bubbi.

Hann segir að hér á landi sé komin kynslóð sem sé alin upp við að þetta sé í lagi. „Foreldrar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi,“ segir hann.

Hann segir að nú sé komið á þing, fólk sem telji þetta eðlilegt og vilji að hann einfaldlega aðlagi sig og komi til móts við þjófana. Á DV sé meira að segja farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega.

Bubbi nefnir grein sem tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar, þar sem hann varar við niðurhali tónlistar af internetinu og nefnir Spotify sem dæmi. Niðurhal geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins.

Lagið var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. „Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar,“ segir Bubbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×