Íslenski boltinn

Garðar verður áfram á Skaganum

Garðar í leik gegn KR.
Garðar í leik gegn KR.
Þó svo stjórn knattspyrnudeildar ÍA hafi tjáð Garðari Gunnlaugssyni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað á Skaganum þá fer hann hvergi.

Garðar staðfestir við fótbolti.net í dag að hann verði áfram hjá ÍA. Hann hefur rætt málin við nýráðin þjálfara félagsins, Gunnlaug Jónsson.

"Ég talaði við Gulla og það er það sem skiptir máli. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er best fyrir alla aðila," sagði Garðar við fótbolta.net.

Hann hafði áður tjáð Vísi að hann væri meðal annars með möguleika í Bandaríkjunum en væntanlega verður ekkert af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×