Innlent

Finnur fyrir mikilli reiði í garð gerandans

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Faðir ungar stúlku sem numin var á brott og brotið gegn henni kynferðislega segir að það hafi hvarflað að sér að lumbra á gerandanum. Hann viti þó að sú athöfn myndi ekki gera sig að betri manni.

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning í gærkvöldi um að karlmaður hafi gert tilraun til þess að lokka 14 ára stúlku inn í bifreið sína, með því að segja henni að móðir hennar hefði sent sig til að sækja hana.

Maðurinn hafði ekki erindi sem erfiði því stúlkan brást við á þann veg að hún hljóp í burtu og hringdi í mömmu sína. Lögreglan rannsakar nú málið og hvetur þá sem telja sig hafa orðið vitni að þessu atviki að hafa samband í síma 480-1010.

Í byrjun október var 33 ára karlmaður dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nema tvær 7 ára stúlkur á brott og brjóta gegn þeim kynferðislega. Faðir annarar stúlkunnar segir atburðinn hafa haft mikil áhrif á dóttur sína og að hún sé stöðugt hrædd. „Hún er í meðferð í Barnahúsi og eins hjá Bugl. Hún þorir ekki að sofa ein í herbergi og er hrædd við að fara ein í skólann og að koma ein úr skólanum oft,“ segir hann.

Faðir stúlkunnar hefur áhyggjur af hvernig hún mun ná að vinna úr þessari lífsreynslu og segist hann fyrir mikilli reiði í garð gerandans. „Manni langar bara að taka manninn og lumbra á honum sko, en maður gerir það ekki því ég yrði ekkert betri maður eftir það,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×