Fótbolti

Mancini gerði þriggja ára samning við Galatasaray

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mancini er mættur til Tyrklands.
Mancini er mættur til Tyrklands. mynd / afp
Roberto Mancini er tekinn við sem knattspyrnustjóri tyrkneska knattspyrnufélagsins Galatasaray.

Ítalinn hefur gert þriggja ára samning við liðið en Fatih Terim var rekinn frá félaginu á dögunum.

Mancini var stjóri Manchester City síðustu þrjú tímabil en missti vinnuna í vor eftir nokkuð slæmt tímabil hjá Manchester-liðinu.

Galatasaray hefur aðeins náð að vinna einn af fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu.

Mancini mun stýra liðinu gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×