Fótbolti

Risastytta af Zidane og Materazzi reist fyrir HM í Katar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Styttan af félögunum Zidane og Materazzi í Doha.
Styttan af félögunum Zidane og Materazzi í Doha.
Undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 sem fyrirhugað er að fari fram í Katar er þegar hafinn.

Leikvangar eru í byggingu í Katar og hefur verið fjallað um slæman aðbúnað verkafólks frá Nepal og víðar í fjölmiðlum.

Síðast í gær var fylgst með flutning á fimm metra hárri styttu af einu frægasta augnabliki í sögu heimsmeistaramótsins. Um er að ræða þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik keppninnar árið 2006.

Fleiri styttur af atvikinu má finna í heiminum eins og til dæmis í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×