Fótbolti

Berglind skoraði og fiskaði víti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru í aðalhlutverkum þegar Florida State Univerity hélt sigurgöngu sinni áfram í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

FSU lenti undir 2-0 á heimavelli gegn Boston College í fyrri hálfleik. Gestirnir skoruðu tvö mörk á innan við tíu mínútum. Fyrir leikinn hafðu FSU ekki fengið á sig tvö mörk í einum og sama leiknum á tímabilinu.

Heimakonur skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og komust í 3-2. Dagný lagði upp fyrsta markið og Berglind kom liðinu í 3-2 með snyrtilegri afgreiðslu á nærstöng. Gestirnir jöfnuðu áður en Berglind fiskaði vítaspyrnu sem sigurmarkið kom úr.

FSU er nú ósigrað í 27 leikjum á heimavelli og heldur áfram að bæta skólametið. Þá er liðið ósigrað í þrettán leikjum sínum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×