Fótbolti

Alfreð getur ekki hætt að skora í Hollandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason mynd / Getty images
Einn heitasti framherjinn í Evrópu um þessar mundir heitir Alfreð Finnbogason og leikur með hollenska liðinu Heerenveen.

Alfreð skoraði eitt marka Heerenveen í 3-3 jafntefli við Roda í deildinni.

Alfreð var orðaður við fjöldann allan af félögum í sumar og hefur verið að leika einstaklega vel í Hollandi á þessu ári.

Alfreð skoraði annað mark hollenska liðsins í leiknum. Heerenveen er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig.

Hér má sjá myndband af markinu hjá Alfreð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×