Fótbolti

AZ steinlá á útivelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/AFP
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 68 mínúturnar fyrir AZ sem tapaði 3-0 fyrir NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron Jóhannsson lék allan leikinn í framlínu AZ.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Danny Verbeek kom Breda yfir á fimmtu mínútu seinni hálfleiks.

Rydell Poepon bætti öðru marki við á 74. mínútu og það var svo í uppbótartíma að Elson Hooi gulltryggði sigur Breda sem lyfti sér af fallsvæðinu með sigrinum og upp í átta stig.

AZ er í 9. sæti að loknum sjö umferðum með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×