Fótbolti

Vandræðalegt fyrir Celtic

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Morton fögnuðu á Celtic Park í gærkvöldi.
Stuðningsmenn Morton fögnuðu á Celtic Park í gærkvöldi.
Skosku meistararnir í Celtic féllu út úr deildabikarnum í gærkvöldi eftir tap gegn b-deildarliði Morton í framlengdum leik á heimavelli í Glasgow.

Dougie Imrie skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 97. mínútu eftir að hendi var dæmd á Efe Ambrose innan teigs.

Stjóri Celtic, Neil Lennon, gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá því í deildarleik um helgina. Leikur liðsins gekk vel að öllu leyti nema því sem máli skipti, að skora mörk. Þrátt fyrir algjöra yfirburði fögnuðu minni spámennirnir í leikslok.

Deildabikarinn er eini bikarinn í Skotlandi sem Lennon hefur ekki tekist að vinna sem stjóri Celtic. Morton hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sex í b-deildinni og situr í næstneðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×