Fótbolti

Villa án Benteke út október

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Christian Benteke.
Christian Benteke. Nordicphotos/Getty
Christian Benteke þarf að gangast undir uppskurð á mjöðm. Aston Villa verður án krafta Belgans í fjórar til sex vikur. Reuters greinir frá þessu.

Benteke meiddist í sigrinum á Norwich á Carrow Road um helgina. Hann var því ekki til taks í 4-0 tapi Villa gegn Tottenham í deildabikarnum á Villa Park í gærkvöldi.

Benteke hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar og skorað fjögur mörk í deildinni. Tíðindin eru ekki síður slæm fyrir Belga sem mæta Króötum og Walesverjum í lokaleikjum sínum í undankeppni HM í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×