Fótbolti

Vildi ekki framlengja og var sagt upp í staðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Terim í leiknum gegn Real Madrid í síðustu viku.
Terim í leiknum gegn Real Madrid í síðustu viku. Nordicphotos/Getty
Galatasaray hefur sagt upp samningi sínum við þjálfarann Fatih Terim. Ástæðan er sú að Tyrkinn neitaði að samþykkja nýjan tveggja ára samning við félagið.

Á heimasíðu Galatasaray segir að forsvarsmenn félagsins þurfi að passa upp á gildi hjá félaginu. Fjölmiðlar í Tyrklandi segja að gjá hafi myndast á milli Tarim og forsvarsmannanna skv. frétt Reuters.

Hinn sextugi Terim samþykkti á dögunum að taka á nýjan leik við starfi landsliðsþjálfara Tyrklands í lokaleikjunum í undankeppni HM í október. Hann hefur tvívegis áður gegnt starfi landsliðsþjálfara.

Galatasaray situr í tíunda sæti deildarkeppninnar heima og steinlá 6-1 í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar gegn Real Madrid. Liðið hafði 2-1 forystu í baráttunni um Istanbúl gegn Besiktas um helgina þegar leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn í viðbótartíma vegna óláta áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×