Fótbolti

Aron með þrennu í bikarsigri AZ Alkmaar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
AZ Alkmaar er komið áfram í hollensku bikarkeppninni í fótbolta eftir 4-1 sigur á Sparta Rotterdam í framlengdum leik í kvöld.

Aron Jóhannsson var hetja sinna manna því hann skoraði þrennu í leiknum þar af komu tvö markanna í framlengingunni.

Aron kom AZ í 1-0 strax á 5. mínútu leiksins en Johan Voskamp jafnaði aðeins þremur mínútum síðar og þannig var staðan þegar flautað var til leiksloka.

Aron kom AZ aftur yfir eftir aðeins einnar mínútu leik í framlengingunni og bætti síðan við sínu þriðja marki á 105. mínútu.

Steven Berghuis innsiglaði síðan sigurinn undir blálokin.

Aron hefur verið rólegur í síðustu leikjum AZ en er nú búinn að finna skotskóna á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×