Fótbolti

Albert tryggði sigur á Rússum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
17 ára strákarnir í góðum gír í Volgograd.
17 ára strákarnir í góðum gír í Volgograd. Mynd/Sigurður Helgason
17 ára landslið Íslands lagði í dag kollega sína frá Rússlandi að velli 2-1 í riðlakeppni Evrópumótsins. 19 ára landslið stúlkna tapaði hins vegar 3-0 gegn Frökkum.

Bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í milliriðli fyrir leikinn. Grétar Snær Gunnarsson kom íslenska liðinu yfir á 31. mínútu en heimamenn jöfnuðu fjórum mínútum síðar.

Albert Guðmundsson tryggði Íslandi sigurinn á 50. mínútu. Ísland vann riðilinn með sjö stig en Rússar fengu sex.

U19 ára landsliðið tapaði 3-0 gegn Frökkum sem sóttu án afláts í leiknum. Bæði lið höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum og áttu víst sæti í milliriðli.

Frakkar skoruðu strax í upphafi leiks og voru komnir í 2-0 á tólftu mínútu. Þriðja markið kom á 28. mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Frakkar fengu níu stig í riðlinum en Íslendingar sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×