Fótbolti

Alfreð skoraði tvö og lagði upp eitt

Alfreð er hreinlega óstöðvandi.
Alfreð er hreinlega óstöðvandi.
Framherjinn Alfreð Finnbogason stígur ekki út á völlinn þessa dagana án þess að skora. Á því varð engin breyting í kvöld.

Alfreð skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri Heerenveen á Twente í hollensku bikarkeppninni. Alfreð lagði þess utan upp þriðja markið fyrir Luciano Slagveer.

Alfreð er þar með búinn að skora ellefu mörk í sjö leikjum fyrir Heerenveen það sem af er vetri. Hann er markahæstur í deildinni.

Hann hefur verið orðaður við hin ýmsu félög og ljóst að áhuginn á landsliðsmanninum fer ekki minnkandi með þessari frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×