Íslenski boltinn

24 ára dómari þreytir frumraun sína í Pepsi-deild karla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
Ívar Orri Kristjánsson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla þegar ÍBV tekur á móti Þór í lokaumferðinni á morgun.

Ívar Orri, sem er á 24. aldursári og dæmir fyrir Skallagrím, var valinn besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna á síðustu leiktíð.

Valdimar Pálsson, sem valinn var besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna árið 2011, dæmir sinn annan leik í karladeildinni í Ólafsvík. Þar taka heimamenn á móti Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×