Fótbolti

Hjörtur í leikmannahópi PSV gegn Aroni og Jóa Berg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjörtur í leik með Fylki sumarið 2012.
Hjörtur í leik með Fylki sumarið 2012. Mynd/Daníel
Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson er í fyrsta skipti í leikmannahópi PSV Eindhoven sem sækir AZ Alkmaar heim í hollensku úrvalsdeildinni á morgun.

Menno Koch getur ekki leikið með PSV um helgina. Reiknað er með því að Philip Cocu, þjálfari PSV, tefli fram sama liði og slátraði Ajax 4-0 um síðustu helgi.

Þótt Fylkismaðurinn uppaldi sé í leikmannahópnum kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort hann verði í átján manna hópnum í leiknum sjálfum.

PSV situr á toppi deildarinnar með 15 stig úr sjö leikjum. Liðið hefur enn ekki tapað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×