Fótbolti

Fékk hjartaáfall eftir leik og er í lífshættu

Adams, til vinstri, á ferðinni í landsleik.
Adams, til vinstri, á ferðinni í landsleik.
Akeem Adams, leikmaður ungverska liðsins Ferencvaros, er illa haldinn eftir að hafa fengið hjartaáfall í vikunni. Hann er í lífshættu og ómögulegt að segja til um framhaldið.

Adams var ringlaður eftir leik liðsins um helgina og var því farið með hann beint á spítala.

Þar tókst að bjarga lífi hans en ástand hans er engu að síður enn alvarlegt.

Adams er frá Trinidad & Tobago. Hann gekk í raðir ungverska liðsins í ágúst.

"Við fundum hann í alvarlega ástandi heima hjá honum. Við biðjum allir fyrir honum. Hann hefur verið góður vinur síðan hann kom til félagsins," sagði liðsfélagi Adams, Tamas Csilus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×