Fótbolti

Klose ætlar sér sigur á HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Miroslav Klose gengur hér inn á völlinn fyrir leikinn gegn Færeyingum á þriðjudagskvöld.
Miroslav Klose gengur hér inn á völlinn fyrir leikinn gegn Færeyingum á þriðjudagskvöld. mynd / Getty Images
Þjóðverjinn Miroslav Klose ætlar sér stóra hluti með þýska landsliðinu en hann vill ekkert nema heimsmeistaratitilinn í Brasilíu á næsta ári.

Leikmaðurinn jafnaði markamet Gerd Müller á föstudagskvöldið þegar hann gerði sitt 68. mark fyrir þýska landsliðið en þessi framherji er 35 ára og þykir fátt skemmtilegra en að skora fyrir Þýskaland.

Þjóðverjar standa vel að vígi í sínum riðli og verma toppsætið. Liðið hefur ekki endanlega tryggt sér sætið á HM en það er innan seilingar.

„Markmiðið mitt er að vinna HM í Brasilíu,“ sagði Klose.

„Það hafa margar þjóðir þetta markmið en ég veit að við erum með liðið til að fara alla leik.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×