Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - FH 0-1 Árni Jóhannsson í Lautinni skrifar 12. september 2013 08:54 mynd/valli Fylkir og FH mættust á Fylkisvellinum í dag í 19. umferð Pepsi-deildar karla í leik sem myndi falla í gleymskunnar dá ef ekki væri fyrir að úrslit leiksins væru skráð. Leikurinn fór hægt af stað og var mikil stöðubarátta og leikmenn áttu erfitt með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleik. Völlurinn hefur litið betur út má segja og gæti það verið hugsanleg ástæða fyrir því að ekki var mikið um gæði í spilamennsku liðanna. Það fór meira fyrir baráttu leikmanna í þessum leik. Markverðustu atriði fyrri hálfleiks bera þess keim um hvernig leikurinn spilaðist. Davíð Þór Viðarsson fékk gult spjald fyrir tæklingu sem Magnús Þórisson mat sem tveggja fóta en Davíð náði boltanum hreint af Fylkismanninum en Magnús ákvað að veifa gula spjaldinu. Fjórum mínútum seinna lá Davíð í grasinu eftir viðskipti við Ásgeir Börk sem var að skýla boltanum fyrir Davíð og slysaðist til að setja olnbogann í andlit Davíðs. Leikmenn FH vildu fá Ásgeir rekinn af velli en dómari leiksins var ekki á sama máli. Magnús Þórisson dómari, þurfti síðan að skipta sér sjálfum af velli eftir um hálftíma leik og inn á í hans stað kom Erlendur Eiríksson. Þetta er því í annað skiptið í sumar sem skipta þarf um dómara í Árbænum. Fyrri hálfleikur rann út og liðin gengu jöfn til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var afrit af þeim fyrri, einkenndist af baráttu og misheppnuðum sendingum og örfáum færum. Engin af færunum eru verð þess að ræða þau eitthvað nánar. Á 74. mínútu leiksins var Atla Viðari Björnssyni skipt inn á í stað Alberts Brynjars Ingasonar og átti hann eftir að hafa mikil áhrif á úrslit leiksins. Fjórtán mínútum síðar fékk hann knöttinn inn í vítateig Fylkis, með varnarmann í bakinu. Hann sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og setti boltann síðan á milli fóta Bjarna í markinu og yfir línuna. Staðan orðin 0-1 og FH-ingar létu forystuna ekki af hendi þangað til Erlendur flautaði leikinn af. Eftir leikinn heldur FH enn í við KR sem samt sem áður á tvo leiki inni á þá og verður því að teljast lítil von um að FH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Fylkir er ekki alveg sloppið við falldrauginn en sex stig eru í fallsætið, þeir verða því að halda áfram og reyna að tryggja sæti sitt í næstu leikjum.Davíð Þór Viðarsson: Vantar drápseðlið inn í teig „Þetta var erfiður leikur í dag, Fylkir er náttúrulega með gott lið og þetta var mjög tæpt en við náðum að pota inn einu marki þarna í lokin,“ sagði sigurreifur Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir sigur sinna manna í Árbænum í kvöld. Aðspurður um hvernig leikurinn leit við honum sagði Davíð: „Við vorum alveg ágætir seinustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, þá vorum við að halda boltanum ágætlega og náðum að skipta honum á milli kanta en það vantaði þetta síðasta hjá okkur. Eins og er búið að vanta hjá okkur í allt sumar, þetta drápseðli inn í teig“. „Ég var að heyra að KR hafi unnið þannig að það er orðið vonlítið að við náum þeim en við þurfum þá bara að einbeita okkur að Evrópusætinu. Það er ekki orðið öruggt þannig að við þurfum að vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Davíð að lokum um stöðuna í deildinni og möguleika FH á Íslandsmeistaratitlinum.Ásmundur Arnarsson: Mest svekkjandi að tapa svona Ásmundur Arnarsson var spurður að því hvort það hafi ekki verið svekkjandi að tapa þessum leik sem var jafn alveg þangað til í blálokin. „Þetta eru mest svekkjandi leikirnir, þegar þú ert búinn að vera að berjast fyrir hlutunum allan tímann. Ég verð samt að hrósa strákunum fyrir vinnuframlagið og baráttuna. Skipulagið hélt lengst af, þeir sköpuðu sér lítið og það lá í loftinu að leikurinn myndi fjara út markalaus og auðvitað vill maður að þetta falli sín megin en þeir hafa Atla Viðar og hann er alltaf líklegur til að skora.“ „Það var mjög fátt í þessu, völlurinn náttúrulega erfiður og menn voru ekki að ná að skapa sér neitt af viti. Það komu smá spilkaflar en að mínu mati hefði 0-0 verið sanngjarnt miðað við hvernig þetta spilaðist," sagði Ásmundur um hvernig leikurinn spilaðist. Aðspurður um seinustu leikina og fallbaráttuna hafði Ásmundur þetta að segja: „Við erum fræðilega séð ekki lausir ennþá við fallbaráttuna þannig að við þurfum að halda áfram og taka síðustu leikina á fullu og taka inn fleiri stig.“Heimir Guðjónsson: Það var frábært að vinna þennan leik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í dag. „Það var frábært að vinna þennan leik, hann var jafn og við byrjuðum ekki hálfleikana vel en við unnum okkur inn í þá og Atli Viðar kom inn á og kláraði þetta fyrir okkur. Fylkir er náttúrulega með mjög gott lið, gott skipulag og með góða leikmenn. Við sáum það bara í seinasta leik þegar þeir unnu Breiðablik 4-1 það var því sterkt að koma hingað og fá þrjú stig." Um spilamennskuna í leiknum hafði Heimir að segja: „Ég hef oft séð betri leik heldur en þennan en ég hef líka séð þá verri, ég kom hérna í fyrra og kvartaði undan vellinum þannig að ég ætla ekki að gera það í dag." Hann var inntur eftir því hvort völlurinn hafi spilað mikið inn í frammistöðu leikmanna í dag. „Nei nei, við unnum þennan leik og það er frábært.“ Heimir var spurður hvort það væri einhver möguleiki á að ná KR að stigum og sagði, „Nei, KR vann held ég þannig að við þurfum bara að fókusera á að klára Evrópusætið. Stjarnan er náttúrulega að spila seinna í kvöld og Breiðablik á morgun og eru bæði lið mjög öflug þannig að við þurfum að hafa okkur alla við.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Fylkir og FH mættust á Fylkisvellinum í dag í 19. umferð Pepsi-deildar karla í leik sem myndi falla í gleymskunnar dá ef ekki væri fyrir að úrslit leiksins væru skráð. Leikurinn fór hægt af stað og var mikil stöðubarátta og leikmenn áttu erfitt með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleik. Völlurinn hefur litið betur út má segja og gæti það verið hugsanleg ástæða fyrir því að ekki var mikið um gæði í spilamennsku liðanna. Það fór meira fyrir baráttu leikmanna í þessum leik. Markverðustu atriði fyrri hálfleiks bera þess keim um hvernig leikurinn spilaðist. Davíð Þór Viðarsson fékk gult spjald fyrir tæklingu sem Magnús Þórisson mat sem tveggja fóta en Davíð náði boltanum hreint af Fylkismanninum en Magnús ákvað að veifa gula spjaldinu. Fjórum mínútum seinna lá Davíð í grasinu eftir viðskipti við Ásgeir Börk sem var að skýla boltanum fyrir Davíð og slysaðist til að setja olnbogann í andlit Davíðs. Leikmenn FH vildu fá Ásgeir rekinn af velli en dómari leiksins var ekki á sama máli. Magnús Þórisson dómari, þurfti síðan að skipta sér sjálfum af velli eftir um hálftíma leik og inn á í hans stað kom Erlendur Eiríksson. Þetta er því í annað skiptið í sumar sem skipta þarf um dómara í Árbænum. Fyrri hálfleikur rann út og liðin gengu jöfn til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var afrit af þeim fyrri, einkenndist af baráttu og misheppnuðum sendingum og örfáum færum. Engin af færunum eru verð þess að ræða þau eitthvað nánar. Á 74. mínútu leiksins var Atla Viðari Björnssyni skipt inn á í stað Alberts Brynjars Ingasonar og átti hann eftir að hafa mikil áhrif á úrslit leiksins. Fjórtán mínútum síðar fékk hann knöttinn inn í vítateig Fylkis, með varnarmann í bakinu. Hann sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og setti boltann síðan á milli fóta Bjarna í markinu og yfir línuna. Staðan orðin 0-1 og FH-ingar létu forystuna ekki af hendi þangað til Erlendur flautaði leikinn af. Eftir leikinn heldur FH enn í við KR sem samt sem áður á tvo leiki inni á þá og verður því að teljast lítil von um að FH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Fylkir er ekki alveg sloppið við falldrauginn en sex stig eru í fallsætið, þeir verða því að halda áfram og reyna að tryggja sæti sitt í næstu leikjum.Davíð Þór Viðarsson: Vantar drápseðlið inn í teig „Þetta var erfiður leikur í dag, Fylkir er náttúrulega með gott lið og þetta var mjög tæpt en við náðum að pota inn einu marki þarna í lokin,“ sagði sigurreifur Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir sigur sinna manna í Árbænum í kvöld. Aðspurður um hvernig leikurinn leit við honum sagði Davíð: „Við vorum alveg ágætir seinustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, þá vorum við að halda boltanum ágætlega og náðum að skipta honum á milli kanta en það vantaði þetta síðasta hjá okkur. Eins og er búið að vanta hjá okkur í allt sumar, þetta drápseðli inn í teig“. „Ég var að heyra að KR hafi unnið þannig að það er orðið vonlítið að við náum þeim en við þurfum þá bara að einbeita okkur að Evrópusætinu. Það er ekki orðið öruggt þannig að við þurfum að vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Davíð að lokum um stöðuna í deildinni og möguleika FH á Íslandsmeistaratitlinum.Ásmundur Arnarsson: Mest svekkjandi að tapa svona Ásmundur Arnarsson var spurður að því hvort það hafi ekki verið svekkjandi að tapa þessum leik sem var jafn alveg þangað til í blálokin. „Þetta eru mest svekkjandi leikirnir, þegar þú ert búinn að vera að berjast fyrir hlutunum allan tímann. Ég verð samt að hrósa strákunum fyrir vinnuframlagið og baráttuna. Skipulagið hélt lengst af, þeir sköpuðu sér lítið og það lá í loftinu að leikurinn myndi fjara út markalaus og auðvitað vill maður að þetta falli sín megin en þeir hafa Atla Viðar og hann er alltaf líklegur til að skora.“ „Það var mjög fátt í þessu, völlurinn náttúrulega erfiður og menn voru ekki að ná að skapa sér neitt af viti. Það komu smá spilkaflar en að mínu mati hefði 0-0 verið sanngjarnt miðað við hvernig þetta spilaðist," sagði Ásmundur um hvernig leikurinn spilaðist. Aðspurður um seinustu leikina og fallbaráttuna hafði Ásmundur þetta að segja: „Við erum fræðilega séð ekki lausir ennþá við fallbaráttuna þannig að við þurfum að halda áfram og taka síðustu leikina á fullu og taka inn fleiri stig.“Heimir Guðjónsson: Það var frábært að vinna þennan leik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í dag. „Það var frábært að vinna þennan leik, hann var jafn og við byrjuðum ekki hálfleikana vel en við unnum okkur inn í þá og Atli Viðar kom inn á og kláraði þetta fyrir okkur. Fylkir er náttúrulega með mjög gott lið, gott skipulag og með góða leikmenn. Við sáum það bara í seinasta leik þegar þeir unnu Breiðablik 4-1 það var því sterkt að koma hingað og fá þrjú stig." Um spilamennskuna í leiknum hafði Heimir að segja: „Ég hef oft séð betri leik heldur en þennan en ég hef líka séð þá verri, ég kom hérna í fyrra og kvartaði undan vellinum þannig að ég ætla ekki að gera það í dag." Hann var inntur eftir því hvort völlurinn hafi spilað mikið inn í frammistöðu leikmanna í dag. „Nei nei, við unnum þennan leik og það er frábært.“ Heimir var spurður hvort það væri einhver möguleiki á að ná KR að stigum og sagði, „Nei, KR vann held ég þannig að við þurfum bara að fókusera á að klára Evrópusætið. Stjarnan er náttúrulega að spila seinna í kvöld og Breiðablik á morgun og eru bæði lið mjög öflug þannig að við þurfum að hafa okkur alla við.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira