Fótbolti

Landsliðsþjálfari Kýpverja hættur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nikos Nioplias í fyrri leiknum gegn Íslendingum.
Nikos Nioplias í fyrri leiknum gegn Íslendingum. mynd / AFP
Nikos Nioplias, landsliðsþjálfari Kýpur, er hættur með landsliðið og því verður nýr maður í brúni þegar liðið mætir Íslandi þann 11. október í undankeppni HM í knattspyrnu.

Kýpur tapaði 2-0 fyrir Slóveníu í E-riðli á þriðjudagskvöld og eftir leikinn sagði þjálfarinn starfi sínu lausu.

Charalambos Pittas sem hefur verið aðstoðarmaður Nioplias mun stýra Kýpur í næstu leikjum og síðan verður nýr þjálfari ráðinn þegar undankeppninni lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×