Fótbolti

Hjálmar Jónsson spilaði í sigurleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hjálmar Jónsson
Hjálmar Jónsson Mynd/AFP
Hjálmar Jónsson var að venju í byrjunarliði IFK Göteborg í 3-0 sigri þeirra á Atvidaberg í Allsvenskan í dag.

Það var ólíklegur markaskorari sem skoraði fyrstu tvö mörkin í dag, norski miðvörðurinn  Kjetil Wæhler setti mark sitt hvoru megin við hálfleikinn. Lasse Vibe gerði út um leikinn þegar korter var eftir af leiknum með þriðja marki Göteborg.

Hjörtur Logi Valgarðsson sat á bekknum allan leikinn. Með sigrinum fer jafna Göteborg AIK að stigum með 41 stig eftir 22 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Helsingborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×