Lokadagurinn í beinni: Hverjir enda hvar? 2. september 2013 07:49 Victor Moses kominn til Liverpool. Mynd//NordicPhotos/Getty Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað og enn á eftir að koma í ljós hvaða samningar hafa verið gerðir milli félaga í Evrópu. Stærstu kaupin í dag voru án efa þegar Gareth Bale gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda og varð dýrasti leikmaður allra tíma. Nú rétt undir lokin gekk síðan Mesut Özil til liðs við Arsenal fyrir 42 milljónir punda. Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála og uppfærum jafn óðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir áhugaverðustu leikmannakaupin á þessum lokadegi félagsskiptagluggans. Til þess að fylgjast með nýjustu fréttum af félagsskiptum þá þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á Refresh takkann eða F5. Þá birtist þær hér fyrir neðan. Twitter-glugginn hér að neðan uppfærist hins vegar af sjálfu sér.Frá Everton til Manchester United Marouane Fellaini er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester United en félagið greiðir 27.5 milljónir punda fyrir Belgann. Frá Manchester City til Everton Gareth Barry fer á lán til Everton út leiktíðina. Frábær viðbót fyrir miðjuspil Everton. Frá Chelsea til Everton Romelu Lukaku fer enn einu sinni á lán frá Chelsea og mun leika með Everton á tímabilinu. Everton að ná í frábæra leikmenn á lokakaflanum. Frá Sunderland til WBA Stéphane Sessegnon er genginn til liðs við WBA og greiðir félagið 6 milljónir punda fyrir leikmanninn. Þessi 29 ára leikmaður er því dýrasti leikmaðurinn í sögu WBA. Frá Real Madrid til Arsenal Mesut Özil er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en félagið greiðir 42 milljónir punda fyrir leikmanninn og er það félagsmet. Frá Manchester United til Pacos de Ferreira Bébé fer á lán til félags í heimalandinu en leikmaðurinn hefur ekkert leikið með United í að verða tvö ár. Frá Liverpool til Sunderland Fabio Borini hefur verið lánaður frá Liverpool til Sunderland og verður leikmaðurinn út leiktíðina hjá Sunderland. Frá Tottenham til QPR Benoit Assou-Ekotto hefur verið lánaður frá Tottenham til QPR en þar hittir hann fyrir sinn fyrrum knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Redknapp er ávallt duglegur á lokadegi félagaskiptagluggans.Frá Getafe tilSwansea Alvaro Vazquez hefur gert eins árs lánssamning við Swansea. Frá WBA til Cardiff City Peter Odemwingie er genginn til liðs við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City en félagið mun greiða fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn átti aldrei framtíð hjá WBA og alltaf ljóst að hann myndi yfirgefa WBA í sumar. Frá Lazio til Aston Villa Libor Kozak er genginn til liðs við Aston Villa fyrir sex milljónir punda en leikmaðurinn gerði 10 mörk í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Tékkinn ætti að styrkja framlínu Aston Villa á tímabilinu. Frá Palermo til Arsenal Emiliano Viviano hefur verið lánaður frá ítalska B-deildarliðinu Palermo yfir til Arsenal en markvörðurinn mun veita Wojciech Szczęsny samkeppni um markmannsstöðuna hjá Arsenal. Arsenal mun síðan hafa forkaupsrétt á þessum 27 ára leikmanni að ári liðnu. Frá Chelsea til Liverpool Victor Moses hefur verið lánaður frá Chelsea til Liverpool. Moses fylgdist með stórleiknum á Anfield um helgina og ætti að styrkja sóknarlínu Rauða hersins.Frá Paris St Germain til Liverpool: Mamadou Sakho, 23 ára varnarmaður og franskur landsliðsmaður, er búinn að ganga frá sínum málum á Anfield og er annar varnarmaðurinn sem gengur til liðs við liðið í dag.Frá Real Madrid til AC Milan: Kaka er loksins laus frá Madrid og kominn "heim" til Mílanó þar sem hann lék best. Brasilíski miðjumaðurinn skrifar undir tveggja ára samning.Frá Werder Bremen til Stoke: Marko Arnautovic, 24 ára austurríkur framherji er fjórði leikmaðurinn sem Mark Hughes kaupir í sumar. Hann var einu sinni í herbúðum Internazionale. Kaupverðið var ekki gefið upp en Arnautovic skrifaði undir fjögurra ára samning.Frá Sporting Lissabon til Liverpool: Tiago Ilori, 20 ára portúgalskur varnarmaður er sjötti nýi leikmaður Liverpool í sumar og bætist í hóp þeirra Kolo Toure, Iago Aspas, Luis Alberto, Simon Mignolet og Aly Cissokho.Frá Marseille til WBA: Morgan Amalfitano, 28 ára franskur miðjumaður, sem var búinn að missa sæti sitt í franska liðinu. Hann er lánaður til WBA út þetta tímabil. Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað og enn á eftir að koma í ljós hvaða samningar hafa verið gerðir milli félaga í Evrópu. Stærstu kaupin í dag voru án efa þegar Gareth Bale gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda og varð dýrasti leikmaður allra tíma. Nú rétt undir lokin gekk síðan Mesut Özil til liðs við Arsenal fyrir 42 milljónir punda. Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála og uppfærum jafn óðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir áhugaverðustu leikmannakaupin á þessum lokadegi félagsskiptagluggans. Til þess að fylgjast með nýjustu fréttum af félagsskiptum þá þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á Refresh takkann eða F5. Þá birtist þær hér fyrir neðan. Twitter-glugginn hér að neðan uppfærist hins vegar af sjálfu sér.Frá Everton til Manchester United Marouane Fellaini er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester United en félagið greiðir 27.5 milljónir punda fyrir Belgann. Frá Manchester City til Everton Gareth Barry fer á lán til Everton út leiktíðina. Frábær viðbót fyrir miðjuspil Everton. Frá Chelsea til Everton Romelu Lukaku fer enn einu sinni á lán frá Chelsea og mun leika með Everton á tímabilinu. Everton að ná í frábæra leikmenn á lokakaflanum. Frá Sunderland til WBA Stéphane Sessegnon er genginn til liðs við WBA og greiðir félagið 6 milljónir punda fyrir leikmanninn. Þessi 29 ára leikmaður er því dýrasti leikmaðurinn í sögu WBA. Frá Real Madrid til Arsenal Mesut Özil er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en félagið greiðir 42 milljónir punda fyrir leikmanninn og er það félagsmet. Frá Manchester United til Pacos de Ferreira Bébé fer á lán til félags í heimalandinu en leikmaðurinn hefur ekkert leikið með United í að verða tvö ár. Frá Liverpool til Sunderland Fabio Borini hefur verið lánaður frá Liverpool til Sunderland og verður leikmaðurinn út leiktíðina hjá Sunderland. Frá Tottenham til QPR Benoit Assou-Ekotto hefur verið lánaður frá Tottenham til QPR en þar hittir hann fyrir sinn fyrrum knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Redknapp er ávallt duglegur á lokadegi félagaskiptagluggans.Frá Getafe tilSwansea Alvaro Vazquez hefur gert eins árs lánssamning við Swansea. Frá WBA til Cardiff City Peter Odemwingie er genginn til liðs við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City en félagið mun greiða fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn átti aldrei framtíð hjá WBA og alltaf ljóst að hann myndi yfirgefa WBA í sumar. Frá Lazio til Aston Villa Libor Kozak er genginn til liðs við Aston Villa fyrir sex milljónir punda en leikmaðurinn gerði 10 mörk í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Tékkinn ætti að styrkja framlínu Aston Villa á tímabilinu. Frá Palermo til Arsenal Emiliano Viviano hefur verið lánaður frá ítalska B-deildarliðinu Palermo yfir til Arsenal en markvörðurinn mun veita Wojciech Szczęsny samkeppni um markmannsstöðuna hjá Arsenal. Arsenal mun síðan hafa forkaupsrétt á þessum 27 ára leikmanni að ári liðnu. Frá Chelsea til Liverpool Victor Moses hefur verið lánaður frá Chelsea til Liverpool. Moses fylgdist með stórleiknum á Anfield um helgina og ætti að styrkja sóknarlínu Rauða hersins.Frá Paris St Germain til Liverpool: Mamadou Sakho, 23 ára varnarmaður og franskur landsliðsmaður, er búinn að ganga frá sínum málum á Anfield og er annar varnarmaðurinn sem gengur til liðs við liðið í dag.Frá Real Madrid til AC Milan: Kaka er loksins laus frá Madrid og kominn "heim" til Mílanó þar sem hann lék best. Brasilíski miðjumaðurinn skrifar undir tveggja ára samning.Frá Werder Bremen til Stoke: Marko Arnautovic, 24 ára austurríkur framherji er fjórði leikmaðurinn sem Mark Hughes kaupir í sumar. Hann var einu sinni í herbúðum Internazionale. Kaupverðið var ekki gefið upp en Arnautovic skrifaði undir fjögurra ára samning.Frá Sporting Lissabon til Liverpool: Tiago Ilori, 20 ára portúgalskur varnarmaður er sjötti nýi leikmaður Liverpool í sumar og bætist í hóp þeirra Kolo Toure, Iago Aspas, Luis Alberto, Simon Mignolet og Aly Cissokho.Frá Marseille til WBA: Morgan Amalfitano, 28 ára franskur miðjumaður, sem var búinn að missa sæti sitt í franska liðinu. Hann er lánaður til WBA út þetta tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira