Lokadagurinn í beinni: Hverjir enda hvar? 2. september 2013 07:49 Victor Moses kominn til Liverpool. Mynd//NordicPhotos/Getty Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað og enn á eftir að koma í ljós hvaða samningar hafa verið gerðir milli félaga í Evrópu. Stærstu kaupin í dag voru án efa þegar Gareth Bale gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda og varð dýrasti leikmaður allra tíma. Nú rétt undir lokin gekk síðan Mesut Özil til liðs við Arsenal fyrir 42 milljónir punda. Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála og uppfærum jafn óðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir áhugaverðustu leikmannakaupin á þessum lokadegi félagsskiptagluggans. Til þess að fylgjast með nýjustu fréttum af félagsskiptum þá þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á Refresh takkann eða F5. Þá birtist þær hér fyrir neðan. Twitter-glugginn hér að neðan uppfærist hins vegar af sjálfu sér.Frá Everton til Manchester United Marouane Fellaini er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester United en félagið greiðir 27.5 milljónir punda fyrir Belgann. Frá Manchester City til Everton Gareth Barry fer á lán til Everton út leiktíðina. Frábær viðbót fyrir miðjuspil Everton. Frá Chelsea til Everton Romelu Lukaku fer enn einu sinni á lán frá Chelsea og mun leika með Everton á tímabilinu. Everton að ná í frábæra leikmenn á lokakaflanum. Frá Sunderland til WBA Stéphane Sessegnon er genginn til liðs við WBA og greiðir félagið 6 milljónir punda fyrir leikmanninn. Þessi 29 ára leikmaður er því dýrasti leikmaðurinn í sögu WBA. Frá Real Madrid til Arsenal Mesut Özil er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en félagið greiðir 42 milljónir punda fyrir leikmanninn og er það félagsmet. Frá Manchester United til Pacos de Ferreira Bébé fer á lán til félags í heimalandinu en leikmaðurinn hefur ekkert leikið með United í að verða tvö ár. Frá Liverpool til Sunderland Fabio Borini hefur verið lánaður frá Liverpool til Sunderland og verður leikmaðurinn út leiktíðina hjá Sunderland. Frá Tottenham til QPR Benoit Assou-Ekotto hefur verið lánaður frá Tottenham til QPR en þar hittir hann fyrir sinn fyrrum knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Redknapp er ávallt duglegur á lokadegi félagaskiptagluggans.Frá Getafe tilSwansea Alvaro Vazquez hefur gert eins árs lánssamning við Swansea. Frá WBA til Cardiff City Peter Odemwingie er genginn til liðs við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City en félagið mun greiða fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn átti aldrei framtíð hjá WBA og alltaf ljóst að hann myndi yfirgefa WBA í sumar. Frá Lazio til Aston Villa Libor Kozak er genginn til liðs við Aston Villa fyrir sex milljónir punda en leikmaðurinn gerði 10 mörk í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Tékkinn ætti að styrkja framlínu Aston Villa á tímabilinu. Frá Palermo til Arsenal Emiliano Viviano hefur verið lánaður frá ítalska B-deildarliðinu Palermo yfir til Arsenal en markvörðurinn mun veita Wojciech Szczęsny samkeppni um markmannsstöðuna hjá Arsenal. Arsenal mun síðan hafa forkaupsrétt á þessum 27 ára leikmanni að ári liðnu. Frá Chelsea til Liverpool Victor Moses hefur verið lánaður frá Chelsea til Liverpool. Moses fylgdist með stórleiknum á Anfield um helgina og ætti að styrkja sóknarlínu Rauða hersins.Frá Paris St Germain til Liverpool: Mamadou Sakho, 23 ára varnarmaður og franskur landsliðsmaður, er búinn að ganga frá sínum málum á Anfield og er annar varnarmaðurinn sem gengur til liðs við liðið í dag.Frá Real Madrid til AC Milan: Kaka er loksins laus frá Madrid og kominn "heim" til Mílanó þar sem hann lék best. Brasilíski miðjumaðurinn skrifar undir tveggja ára samning.Frá Werder Bremen til Stoke: Marko Arnautovic, 24 ára austurríkur framherji er fjórði leikmaðurinn sem Mark Hughes kaupir í sumar. Hann var einu sinni í herbúðum Internazionale. Kaupverðið var ekki gefið upp en Arnautovic skrifaði undir fjögurra ára samning.Frá Sporting Lissabon til Liverpool: Tiago Ilori, 20 ára portúgalskur varnarmaður er sjötti nýi leikmaður Liverpool í sumar og bætist í hóp þeirra Kolo Toure, Iago Aspas, Luis Alberto, Simon Mignolet og Aly Cissokho.Frá Marseille til WBA: Morgan Amalfitano, 28 ára franskur miðjumaður, sem var búinn að missa sæti sitt í franska liðinu. Hann er lánaður til WBA út þetta tímabil. Enski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað og enn á eftir að koma í ljós hvaða samningar hafa verið gerðir milli félaga í Evrópu. Stærstu kaupin í dag voru án efa þegar Gareth Bale gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda og varð dýrasti leikmaður allra tíma. Nú rétt undir lokin gekk síðan Mesut Özil til liðs við Arsenal fyrir 42 milljónir punda. Vísir heldur áfram að fylgjast með gangi mála og uppfærum jafn óðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir áhugaverðustu leikmannakaupin á þessum lokadegi félagsskiptagluggans. Til þess að fylgjast með nýjustu fréttum af félagsskiptum þá þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á Refresh takkann eða F5. Þá birtist þær hér fyrir neðan. Twitter-glugginn hér að neðan uppfærist hins vegar af sjálfu sér.Frá Everton til Manchester United Marouane Fellaini er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester United en félagið greiðir 27.5 milljónir punda fyrir Belgann. Frá Manchester City til Everton Gareth Barry fer á lán til Everton út leiktíðina. Frábær viðbót fyrir miðjuspil Everton. Frá Chelsea til Everton Romelu Lukaku fer enn einu sinni á lán frá Chelsea og mun leika með Everton á tímabilinu. Everton að ná í frábæra leikmenn á lokakaflanum. Frá Sunderland til WBA Stéphane Sessegnon er genginn til liðs við WBA og greiðir félagið 6 milljónir punda fyrir leikmanninn. Þessi 29 ára leikmaður er því dýrasti leikmaðurinn í sögu WBA. Frá Real Madrid til Arsenal Mesut Özil er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en félagið greiðir 42 milljónir punda fyrir leikmanninn og er það félagsmet. Frá Manchester United til Pacos de Ferreira Bébé fer á lán til félags í heimalandinu en leikmaðurinn hefur ekkert leikið með United í að verða tvö ár. Frá Liverpool til Sunderland Fabio Borini hefur verið lánaður frá Liverpool til Sunderland og verður leikmaðurinn út leiktíðina hjá Sunderland. Frá Tottenham til QPR Benoit Assou-Ekotto hefur verið lánaður frá Tottenham til QPR en þar hittir hann fyrir sinn fyrrum knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Redknapp er ávallt duglegur á lokadegi félagaskiptagluggans.Frá Getafe tilSwansea Alvaro Vazquez hefur gert eins árs lánssamning við Swansea. Frá WBA til Cardiff City Peter Odemwingie er genginn til liðs við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City en félagið mun greiða fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn átti aldrei framtíð hjá WBA og alltaf ljóst að hann myndi yfirgefa WBA í sumar. Frá Lazio til Aston Villa Libor Kozak er genginn til liðs við Aston Villa fyrir sex milljónir punda en leikmaðurinn gerði 10 mörk í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Tékkinn ætti að styrkja framlínu Aston Villa á tímabilinu. Frá Palermo til Arsenal Emiliano Viviano hefur verið lánaður frá ítalska B-deildarliðinu Palermo yfir til Arsenal en markvörðurinn mun veita Wojciech Szczęsny samkeppni um markmannsstöðuna hjá Arsenal. Arsenal mun síðan hafa forkaupsrétt á þessum 27 ára leikmanni að ári liðnu. Frá Chelsea til Liverpool Victor Moses hefur verið lánaður frá Chelsea til Liverpool. Moses fylgdist með stórleiknum á Anfield um helgina og ætti að styrkja sóknarlínu Rauða hersins.Frá Paris St Germain til Liverpool: Mamadou Sakho, 23 ára varnarmaður og franskur landsliðsmaður, er búinn að ganga frá sínum málum á Anfield og er annar varnarmaðurinn sem gengur til liðs við liðið í dag.Frá Real Madrid til AC Milan: Kaka er loksins laus frá Madrid og kominn "heim" til Mílanó þar sem hann lék best. Brasilíski miðjumaðurinn skrifar undir tveggja ára samning.Frá Werder Bremen til Stoke: Marko Arnautovic, 24 ára austurríkur framherji er fjórði leikmaðurinn sem Mark Hughes kaupir í sumar. Hann var einu sinni í herbúðum Internazionale. Kaupverðið var ekki gefið upp en Arnautovic skrifaði undir fjögurra ára samning.Frá Sporting Lissabon til Liverpool: Tiago Ilori, 20 ára portúgalskur varnarmaður er sjötti nýi leikmaður Liverpool í sumar og bætist í hóp þeirra Kolo Toure, Iago Aspas, Luis Alberto, Simon Mignolet og Aly Cissokho.Frá Marseille til WBA: Morgan Amalfitano, 28 ára franskur miðjumaður, sem var búinn að missa sæti sitt í franska liðinu. Hann er lánaður til WBA út þetta tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn