Everton hefur náð samkomulagi við Porto um að kaupa brasilíska miðjumanninn Fernando á 15 milljón punda eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Þessi kaup opna dyrnar fyrir Belgann Marouane Fellaini að fara til Manchester United. Enskir miðlar búast við að félögin ná að ganga frá báðum þessum kaupum áður en glugginn lokar.
Það bendir allt til þess að United kaupi Fellaini á 25 milljónir punda (4,7 milljarðar íslenskra króna). Fellaini hefur fengið meiri tíma til að ganga frá sínum málum áður en hann kemur til móts við belgíska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM.
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, er að vinna í því að fá atvinnuleyfi fyrir Fernando og kaupin standa og falla með því samkvæmt frétt í Daily Mirror. Fellaini fer væntanlega í læknisskoðun seinna í dag. David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Fellaini sem hefur verið orðaður við United í nokkurn tíma.
Fernando til Everton - Fellaini til Man. United?

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn


Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn