Lífið

Miðill kemur konum í form

Ellý Ármanns skrifar
Bára Hilmarsdóttir er eftirsóttur miðill á Íslandi.
Bára Hilmarsdóttir er eftirsóttur miðill á Íslandi.
Bára Hilmarsdóttir, miðill og líkamsræktarkennari, sló í gegn með námskeiðum í Sporthúsinu í vor þar sem hún lagði mikla áherslu á samvinnu huga og líkama til að ná árangri þar sem færri komust að en vildu.

Kennir konum að beita huganum

„Æfingarnar eru mjög fjölbreytilegar og hver og einn vinnur eftir sinni getu og að sínu markmiði, jafnt líkamlega sem andlega. Svo legg ég áherslu á góðar teygjur og hugleiðslu eftir hvern tíma en þar munu þátttakendur læra hvernig hugurinn getur haft áhrif á mótun líkamans og hvernig hægt er að beina huganum að því að hafa gaman af líkamsrækt, heilsu og heilbrigðu líferni," segir Bára.

Notar miðilshæfileikana

Bára hefur verið einn eftirsóttasti miðill landsins um langt skeið og mun hún nota miðilshæfileika sína til að meta og sjá hvað hver og einn getur gert betur til að ná hámarksárangri.

Hjálpar konum að nýta hæfileikana betur

„Ég sé hæfileikana sem hver og einn býr yfir og hjálpa þeim að nýta þá betur til að ná árangri, því við höfum öll ákveðin kraft innra með okkur sem við nýtum ekki alltaf til fulls."

Bára hefur lengi kennt hugleiðslu og blandaði hún henni á skemmtilegan hátt inn í námskeiðin. Námskeiðin, sem heita einfaldlega Hugsaðu þig í form, hefjast að nýju þann 9. og 10. september.

Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.