Lífið

Stuð fyrir vestan

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Örn Tönsberg þegar listamannahópur frá netgalleríinu Muses opnaði sýningu á Ísafirði 24. ágúst síðastliðinn. Þetta er níunda sýningin sem galleríið setur upp en að þessu sinni eru það 15 listamenn sem taka þátt og er yfirskrift hennar einfaldlega BLÁTT en öll verkin hafa einhverja tilvísun í það.

Rakel Sævarsdóttir, til vinstri á mynd, eigandi Muses segir það hafa verið góða tilbreytingu að setja upp sýningu á Ísafirði á menningarnótt enda blómstri menningin þar sem aldrei fyrr.

Opnunin gekk vel og komu margir en hljómsveitin Cult of the Secret Samurai spilaði fyrir gestina.   Sýningin stendur til 29.september og er í Safnahúsinu á Eyrartúni.

Rakel Sævarsdóttir og Gabríela Aðalbjörnsdóttir.
Hugleikur Dagsson og Víðir Mýrmann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.