Íslenski boltinn

Undirbuxurnar voru rauðar eftir allt saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Freyr Bjarnason, leikmaður FH í Pepsi-deild karla, var gripinn glóðvolgur í svörtum undirbuxum undri bláum stuttbuxum sínum í leik gegn KR á dögunum.

Í viðureign Þórs og Fram norðan heiða bað Magnús Þórisson, dómari leiksins, Andra Hjörvar Albertsson, leikmann Þórs, um að yfirgefa völlinn af svipuðum ástæðum.

Á hliðarlínunni tók Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, á móti leikmanni sínum og bað Magnús dómara um að kíkja í heimsókn. Virtu þeir félagar fyrir sér klæðnað Andra Hjörvars. Niðurstaðan var sú að Þórsarinn gat haldið leik áfram í sömu undirbuxum.

Atvikið var skoðað í Pepsi-mörkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×