Lífið

Partýprinsessan barnshafandi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Magðalena og Christopher giftu sig 8. júní síðastliðinn
Magðalena og Christopher giftu sig 8. júní síðastliðinn Mynd/AFP
Sænska prinsessan Magðalena og eiginmaður hennar, Christopher O‘Neill bresk-bandarískur viðskiptajöfur í New York, eiga von á sínu fyrsta barni í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku krúnunni.

Tilkynningin kemur tólf vikum eftir hið ævintýralega brúðkaup parsins í Stokkhólmi þann áttunda júní síðastliðinn. Því er hægt að áætla að um hveitibrauðsdagabarn sé að ræða.

Hjónin kynntust í New York árið 2010 þegar Magðalena var að störfum fyrir góðgerðarsjóð þar í landi. Þá var hún tiltölulega nýhætt með fyrrverandi unnusta sínum, sænskum lögfræðingi. 

Magðalena hefur oft verið uppnefnd sem partýprinsessan og verið tíður gestur á síðum gulu pressunnar. Ástæðan er sú að það sást oft til hennar að drykkju á skemmtistöðum Svíþjóðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.