Fótbolti

ÍBV skaust upp í annað sætið eftir sigur á Aftureldingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
ÍBV vann fínan sigur, 3-0, á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Mosfellsbænum.

Bryndís Jóhannesdóttir kom gestunum á bragðið með marki eftir tæplega tíu mínútna leik en það var síðan Þórhildur Ólafsdóttir sem tvöfaldaði forystu Eyjamanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Staðan var því 2-0 í hálfleik en gestirnir bættu við marki í þeim síðari og niðurstaðan því 3-0 sigur ÍBV.

ÍBV komst í annað sæti deildarinnar með sigrinu og hefur nú 31 stig, einu stigi meira en Valur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×