Íslenski boltinn

Blikar án fjögurra lykilmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Finnur Orri Margeirsson, Nichlas Rohde, Renee Troost og Þórður Steinar Hreiðarsson verða allir í leikbanni þegar Breiðablik sækir Val heim í 19. umferð Pepsi-deildar föstudagskvöldið 13. september.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, er kominn í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið gegn Víkingi Ólafsvík. Róbert Örn missir af leikjum gegn Fylki og Val.

Sam Hewson hefur verið áminntur sjö sinnum í sumar og missir af viðureign Fram og ÍBV. Sömu sögu er að segja um Ólaf Karl Finsen hjá Stjörnunni sem missir af heimaleik gegn Þór.

Haukur Páll Sigurðsson hjá Val og Sveinn Elías Jónsson hjá Þór missa af leikjum gegn ÍBV og Stjörnunni vegna fjögurra gulra spjalda.

Þá getur Jörundur Áki Sveinsson ekki stýrt BÍ/Bolungarvík gegn Haukum á laugardaginn þar sem þjálfarinn tekur út leikbann.

Úrskurði aga- og úrskurðarnefndar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×