Lífið

Nýtt tímarit í eigu kvenna

Ellý Ármanns skrifar
MYNDIR/Nína Björk Hlöðversdóttir
Man, nýtt tímarit, sem Björk Eiðsdóttir fyrrum ritstjóri Séð og Heyrt og Elín Arnar fyrrum ritstjóri Vikunnar, ritstýra kemur í verslanir á morgun, fimmtudag. Þær eiga blaðið ásamt Sunnu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Auði Húnfjörð auglýsingastjóra.

Við spurðum ritstýrurnar stuttlega út í nafnið MAN?  „MAN er sem sagt vísan í hið ljósa man eða sem merkingin kona en okkur fannst einnig gaman að orðið merki karlmaður á ensku," segir Björk.

„Tímaritið sameinar í raun fjögur tímarit undir einni kápu. Í þessu 148 blaðsíðna tímariti er að finna fjóra kafla. Viðtöl og greinar, tísku, heimili og hönnun og matarumfjöllun og uppskriftir," bætir Elín við.

 „Fyrst og fremst eru það Sunna Jóhanns framkvæmdastjóri og Auður Húnfjörð auglýsingastjóri, við fjórar myndum eina heild. Svo koma margir aðrir að sem lausapennar," segir Björk spurð um mannskapinn.



„Blaðið verður selt í áskrift. Það kostar 1995 krónur í lausasölu en 1595 krónur í mánaðaráskrift en það eru strax byrjaðar að streyma inn pantanir á askrift@man.is," segir Elín.

Auður Húnfjörð auglýsingastjóri MAN.
Björk annar ritstjórinn.
Elín Arnar er einnig ritstjóri.
Sunna framkvæmdastjóri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.