Bloggari gagnrýndur fyrir vídeófærslu 4. september 2013 16:00 Garance Doré ásamt kærasta sínum, bloggaranum Scott Schuman. Nordicphotos/getty Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira