Enski boltinn

United tryggði sér Nani til 2018

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nani er lykilmaður í landsliði Portúgala.
Nani er lykilmaður í landsliði Portúgala. Nordicphotos/Getty
Manchester United tilkynnti í dag að portúgalski kantmaðurinn Nani hefði skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Portúgalinn, sem gekk í raðir United vorið 2007, hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með liðinu, unnið tvo deildabikara og Meistaradeildina á sex ára vertíð á Old Trafford.

„Ég er í skýjunum að hafa samið við Nani til fimm ára á nýjan leik. Hann hefur frábæra hæfileika og miklu meiri reynslu en árin 26 segja til um,“ sagði David Moyes, stjóri United, á heimasíðu félagsins.

Nani þakkaði stjóranum traustið og ætlar að leggja sitt af mörkum á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×