Lífið

Stikla úr nýjustu mynd Ragnars Bragasonar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Málmhaus verður frumsýn 11. október næstkomandi.
Málmhaus verður frumsýn 11. október næstkomandi.
Stikla úr kvikmyndinni Málmhaus, nýjustu kvikmynd Ragnars Bragasonar, er komin á veraldarvefinn. Málmhaus verður frumsýnd í næsta mánuði og fjallar myndin um unga stúlku, Heru Karlsdóttur, sem er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna. Þorbjörg Helga Dýrfjörð fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Þetta er fyrsta kvikmynd Ragnars í fjögur ár en síðast leikstýrði hann kvikmyndinni Bjarnfreðarson sem kom út árið 2009. Ragnar leikstýrði einnig Vaktarþáttaröðunum sem sýndar voru við miklar vinsældir á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. Hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Foreldrar, Börn, og Fíaskó.

Auk Þorbjargar fara þau Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Hannes Óli Ágústsson með helstu hlutverk í myndinni. Ágúst Jakobsson sá um kvikmyndatöku og Valdís Óskarsdóttir klippti. Pétur Ben samdi tónlistina í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.