Íslenski boltinn

Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings. Mynd/Daníel
Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar.

Víkingar eru með 36 stig eins og topplið Grindavíkur og Haukar en Grindavík á leik inni á Víkinga. Grindavík eru efstir á markatölu en Haukar eru með betri markatölu en Víkingar.

Hafsteinn Rúnar Helgason kom Djúpmönnum tvisvar yfir fyrir vestan en Andri Steinn Birgisson jafnaði fyrir Hauka í bæði skiptin. Lokatölurnar urðu því 2-2 en bæði liðin eru með í hinni ótrúlega spennandi baráttu um tvö efstu sætin í 1. deildinni.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni úrslit.net.



Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla:

Tindastóll - Víkingur 0-3

0-1 Viktor Jónsson (36.), 0-2 Kristinn Jóhannes Magnússon (70.), 0-3 Robin Nijman (78.).

BÍ/Bolungarvík - Haukar  2-2

1-0 Hafsteinn Rúnar Helgason (10.), 1-1 Andri Steinn Birgisson, víti (43.), 2-1 Hafsteinn Rúnar Helgason (45.), 2-2 Andri Steinn Birgisson (54.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×