Íslenski boltinn

Búið að fresta leik ÍBV og Vals | Valsmenn eru í Eyjum

David James, markvörður ÍBV.
David James, markvörður ÍBV.
Ekki fer heil umferð fram í Pepsi-deild karla í kvöld því búið er að fresta leik ÍBV og Vals sem átti að hefjast klukkan 17.00. Það er ekki búið að gera það formlega en það verður gert klukkan 16.00 að því er heimildir Vísis herma.

Snarbrjálað veður er í Eyjum og aðstæður til knattspyrnuiðkunar engar.

Þetta er afar svekkjandi fyrir Valsmenn sem eru komnir til Eyja og þurfa væntanlega að fara aftur heim.

Birki Sveinsson mótastjóri segir að ekki sé hægt að spila leikinn á morgun því þá eigi leikmenn að vera lausir í landsleiki. Í þessum liðum eru landsliðsmenn frá Færeyjum og Úganda.

"Það þarf að skoða framhaldið en ég treysti mér ekki til þess að segja hvenær verði hægt að spila þennan leik," sagði Birkir við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×