Innlent

Tugir viðskiptavinir vændiskvenna yfirheyrðir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í kvikmyndinni Lilja 4ever er fjallað um unga stúlku sem er flutt til Svíþjóðar til þess að stunda vændi gegn vilja sínum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Í kvikmyndinni Lilja 4ever er fjallað um unga stúlku sem er flutt til Svíþjóðar til þess að stunda vændi gegn vilja sínum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. mynd/365
Tugir ætlaðra viðskiptavina vændiskvenna hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglunni á Suðurnesjum að undanförnu.

Eins og fram kom í frétt Vísis í dag voru karlmaður og kona handtekin í gær í tengslum við umfangsmikið vændismál. Konan sem handtekin var er tæplega fertug og er frá Lettlandi.

Karlmaðurinn sem handtekinn var er íslenskur og á svipuðum aldri og konan. Hann er talinn hafa aðstoðað hana við starfsemina.

Í samtali við Vísi vildi lögreglan á Suðurnesjum árétta að handtaka konunnar hafi ekki verið vegna þess að hún hafi stundað vændi sjálf, enda sé ekki refsivert að stunda vændi. Það sé hinsvegar ólöglegt að hafa milligöngu um vændi og mansal og kaup á vændi eru jafnframt ólögleg.

Handtaka konunnar snýr því að öðrum hugsanlegum brotum í tengslum við vændisstarfsemi. Talið hefur verið hugsanlegt að konan hafi staðið að flutningi ungra kvenna til Íslands.

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að umrædd kona stundaði sjálf vændisstarfsemi hér á landi og þá undir mismunandi nöfnum. Konan var handtekin í gær, ásamt íslenskum karlmanni á svipuðum aldri. Hann er talinn hafa aðstoðað hana við starfsemina.

Fólkið er enn í haldi lögreglu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×