Innlent

Karlmaður og kona handtekin vegna vændis

Karlmaður og kona voru handtekin vegna rannsóknar á vændi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Karlmaður og kona voru handtekin vegna rannsóknar á vændi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/365
Lögreglan á Suðunesjum handtók í gær erlenda konu og íslenskan karlmann í tengslum við umfangsmikið vændiskaupamál að því er kom fram í frétt Morgunblaðsins.

Karlmaðurinn sem var handtekinn er grunaður um að hafa haft milligöngu eða tekjur af vændi konunnar og leikur grunur á að tugir karla hafi keypt vændi hjá konunni.

Karlmaðurinn og konan voru yfirheyrð í gær og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hafa nokkrir tugir meintra vændiskaupenda verið yfirheyrðir.

Konan kom til landsins fyrir um tveimur mánuðum síðan og lék grunur á því að hún væri fórnarlamb mansals. Sá grunur hefur ekki verið staðfestur en málið hefur verið í rannsókn frá því að konan kom til landsins.

Konan auglýsti á netinu að hún byði upp á nuddþjónustu og hefur hún dvalið á höfuðborgarsvæðinu þar sem vændið á að hafa farið fram.

Verið er að kanna hvort að konan tengist öðrum erlendum konum sem hingað hafa komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×