Íslenski boltinn

Víkingar gefast ekki upp

Leikmenn Víkings fagna.
Leikmenn Víkings fagna.
Víkingur Reykjavík hefur ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni um Pepsi-deildarsætið. Liðið lagði BÍ/Bolungarvík, 3-0, í dag.

Víkingur komst þar með upp að hlið Skástriksins en liðin eru bæði með 33 stig í fjórða og fimmta sæti. Skástrikið hefði getað komist í annað sætið með sigri í dag.

Það voru þeir Igor Taskovic og Aron Elís Þrándarson skoruðu mörk Víkings með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik að því er fram kemur á fótbolti.net. Robin Nijman skoraði svo þriðja marki í uppbótartíma.

Staða efstu liða (leikir - stig):

Grindavík 19 - 36

Haukar 19 - 35

Fjölnir 19 - 34

Víkingur 19 - 33

BÍ/Bol. 19 - 33






Fleiri fréttir

Sjá meira


×