Innlent

ESB samþykkir aðgerðir gegn Færeyingum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag aðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Aðgerðirnar fela í sér bann á innflutningi á síld og makríl frá Færeyjum og afurðum sem unnar eru úr þessum fisktegundum.

Þá verða sett skilyrði fyrir því að færeysk skip sem veiða þessar tegundir geti lagst að bryggju í aðildarríkjum sambandsins, og verður það einungis heimilt í neyðartilvikum. Maria Daminaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir að aðgerðir sem þessar séu alltaf lokaúrræði. Færeyingar hefðu getað komið í veg fyrir þessar aðgerðir en ekki viljað það.

Nú ætti öllum að vera ljóst að Evrópusambandið muni beita öllum úrræðum til að verja þessa fiskistofna. Framkvæmdastjórnin vinnur nú að sams konar aðgerðum gagnvart Íslendingum vegna makrílveiða þeirra. Aðgerðirnar gegn Færeyingum taka gildi sjö dögum eftir að þær hafa verið formlega auglýstar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×