Lífið

Skemmtileg Menningarnótt framundan - sjáðu dagskrána

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Ellý
Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í bátnum Lunda við smábátabryggjuna bak við Hörpu í dag þar sem stjórn Menningarnætur kynnti formlega dagskrá helgarinnar.

Menningarnótt 2013 verður formlega sett við Höfðatorg Laugardaginn 24. ágúst klukkan 12:30 með afhjúpun á útilistaverki eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios.

Strætó býður farþegum frítt í alla vagna sem aka um höfuðborgarsvæðið á Menningarnótt.

Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á samveru fjölskyldunnar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri ræddi lokanir og ástæður lokana næstu helgi.
Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.

Dagskráin er aðgengileg á Menningarnott.is.

Einar Þór Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti stuttlega dagskrá Menningarnætur.
Borgarstjórinn var skemmtilegur en hann fór yfir áherslur helgarinnar.
Danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir listrænn stjórnandi flugeldasýningarinnar Eldur sem frumsýnd verður á Menningarnótt hélt tölu.
Vöfflur og gleði í lok blaðamannafundar. Dagur B Eggertsson kenndi Jóni að baka dýrindis vöfflur.
Eikarbáturinn Lundi í öllu sínu veldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.