Lífið

„Slitförin mín gera mig að móður“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Erna er með djúp slitför sem umlykja mittið, magann og í kringum brjóstin.
Erna er með djúp slitför sem umlykja mittið, magann og í kringum brjóstin. mynd/trendnet
„Ég er alveg til í að mæta í forsíðumyndatöku á bikiníinu og afþakka alla myndvinnslu,“ segir Reykjavíkurmærin Erna Hrund Hermannsdóttir sem skrifar um slitför sín á tískuvefinn Trendnet.is.

Erna er 24 ára og eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpum átta mánuðum eftir 41 vikna meðgöngu. Hún er með djúp slitför sem umlykja mittið, magann og í kringum brjóstin. Hún segist eiga erfitt með slitförin í dag og finnst þau hræðileg, en er viss um að einn daginn muni hún verða stolt af þeim.

„Eftir mikla umhugsun þá komst ég að því afhverju ég held að ég sé með verstu slitin,“ segir Erna. „Því frægar sem eru nýbúnar að eiga börn og sitja fyrir á bikiníum framan á glanstímaritunum eru ekki með slit. Ekki séns að ég trúi því lengur takk fyrir. Ég er fyrir löngu komin með uppí kok að þessi tímarit séu hér í tímaritastöndum – beint fyrir framan andlitið á ungum stúlkum eins og mér sem trúa þessu.“

Þessar myndir voru teknar rétt áður Erna hún átti soninn.MYND/Trendnet
Fagnið göllunum

Erna nefnir erlenda bók þar sem mæður sátu fyrir hjá ljósmyndara og sýndu slitin sín stoltar, og í kjölfarið setti hún sér það markmið að gera slíkt hið sama.

„Mér fannst konunum á þessum fallegu myndum líða svo vel svo ég setti mér það markmið að gera þetta sjálf. Taka myndir af mínum slitum og birta hér. Þetta er ég búin að vera að mana mig uppí í 3 mánuði. Við erum allar ótrúlega ólíkar – sumar okkar slitna aðrar ekki. Ég veit það núna, hér eru mín slitför.“

Erna endar pistilinn á því að biðja lesendur um þann greiða að fara í átak með sér.

„Næst þegar við horfum á okkur sjálf fyrir framan spegilinn að segja við sjálf okkur hvað við lítum vel út – ekki skoða gallana fagnið þeim. Það sem okkur finnst vera gallar eru í raun og veru kostirnir okkar – þeir eru það sem gerir okkur að okkur – það sem gerir okkur einstök. Slitförin mín gera mig að móður.“

Lesa má pistil Ernu í heild sinni á Trendnet.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.