Fótbolti

Sagði að leikmaður væri feitur eins og svín

Gnohere er fullvaxta karldýr eins og Svali Björgvinsson myndi orða það.
Gnohere er fullvaxta karldýr eins og Svali Björgvinsson myndi orða það.
Harlem Gnohere, framherji belgíska liðsins Charleroi, er allt annað en sáttur við þarlendan íþróttalýsara sem fór frekar ófögrum orðum um leikmanninn.

Lýsarinn sagði, er hann var að lýsa leik með Charleroi um helgina, að Frakkinn væri "feitur eins og svín" og bætti við að "hann væri 15 kílóum of þungur og kæmist ekki úr sporunum."

Gnohere ákvað að hjóla af fullum krafti í lýsarann. Fór í mál við hann en segist vera til í að falla frá ákærunni ef hann fær afsökunarbeiðni frá lýsaranum og að hann gefi peninga til góðgerðarmála.

Hann fékk nokkurs konar afsökunarbeiðni frá lýsaranum á Twitter.

"Fast kveðið en svona er fótboltinn. Ok, ég hefði átt að segja nokkur kíló. Ég bið hann afsökunar á þessu," sagði lýsarinn í þessari einlægu afsökunarbeiðni.

Ekki er enn vitað hvort lýsarinn sé búinn að gefa peninga til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×