Lífið

Þetta lið er í dúndurformi

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar síðustu helgi þegar kraftakeppni Boot Camp og CrossFit stöðvarinnar fór fram í þetta líka svona frábæru veðri í Elliðaárdalnum.

Keppendur voru allir að stíga út fyrir þægindarammann þar sem greinarnar voru ólíkar því sem þau æfa dags daglega.

Þá var keppt í drumbalyftum, dekkjaflippi, griphaldi, steinalyftum og trukkadrætti en markmið mótsins var að bjóða meðlimum stöðvarinnar upp á eitthvað nýtt og skemmtilegt og skipti þá ekki öllu máli hvort viðkomandi tók þátt eða horfði á. 

Það var greinilega mikil stemning fyrir viðburðinum því hátt á fjórða tug manna og kvenna kepptu og áhorfendur sem fylgdust með voru hátt í hundrað talsins.

Þetta dekk er ekki létt. Við skulum halda því til haga hérna.
Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.



Helstu úrslit karla: 

1. sæti Baldur Baldursson

2. sæti Magnús Bergsson 

3. sæti Gunnar Dór Karlsson 

Helstu úrslit kvenna: 

1. sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir 

2. sæti Margrét Bára Þórkelsdóttir 

3. sæti Kristín Viktorsdóttir

Styrkurinn er greinilegur.
Þessi horfði til himins.
Komdu sæll og blessaður. Maðurinn dregur vörubíl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.