Innlent

Skipverji fékk á sig sjóðandi vatn

Grundfirðingur SH-24. Myndina tók áhöfn TF-LÍF þar sem þeir voru að hífa manninn um borð.
Grundfirðingur SH-24. Myndina tók áhöfn TF-LÍF þar sem þeir voru að hífa manninn um borð. Mynd/LHG.
Landhelgisgæslunni barst eftir hádegi í dag beiðni frá fiskibátnum Grundfirðingi um aðstoð þyrlu eftir að skipverji fékk yfir sig sjóðandi vatn. Skipið var þá staðsett um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Taldi þyrlulæknir að nauðsynlegt væri að sækja manninn og TF-LÍF var kölluð út. Þyrlan fór í loftið kl. 13:48 og kom að skipinu um klukkan 15:00. Vel gekk að hífa manninn á sjúkrabörum um borð í þyrluna og var reiknað með að þyrlan myndi lenda í Reykjavík um kl. 16:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×