Innlent

Þyrla Gæslunnar í tvö útköll í röð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
TF-LIF
TF-LIF mynd/lsh
Sjómaður sem brenndist á sjóðandi vatni um borð í fiskiskipi sem var statt um 40 sml NV af Straumnesi var sóttur og þegar þyrlan var að lenda með hann við Landspítalann í Fossvogi kl. 16:46 barst annað útkall. Það var vegna ferðamanns á Fimmvörðuhálsi með brjóstverk. Fór þyrlan samstundis á Reykjavíkurflugvöll til eldsneytistöku og þaðan á Fimmvörðuháls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Lent var við skálann kl. 17:58, ferðamaðurinn undirbúinn fyrir flutning og hann síðan færður um borð í þyrluna. Farið var í loftið að nýju kl. 18:21 og lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 18:53 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×